Halldóra Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir á nýrri bráðageðdeild 32C á Landspítala.
Halldóra útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1996. Hún stundaði framhaldsnám í geðlækningum við Ullevål háskólasjúkrahúsið í Osló og hlaut sérfræðiviðurkenningu árið 2003. Halldóra lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Osló árið 2012. Halldóra hefur starfað sem sérfræðingur við geðsvið LSH frá árinu 2007 og sem yfirlæknir móttökudeildar 32C frá 1. febrúar 2012.