Nýi rörpósturinn við Hringbraut er endurbætt útgáfa og getur tekið við fleiri sýnaglösum. Þetta gerir hann mun afkastameiri en hægt er að setja allt að 9 sýnaglös í rörpóstinn í einu sem sendir svo glösin sjálfvirkt til rannsóknarstofanna.
Eins og fram kom í máli hjá Ísleifi Ólafssyni, yfirlækni á rannsóknarsviði, þegar rörpósturinn var tekinn formlega í notkun hefur ekki verið metið hversu mikið rörpósturinn í Fossvogi hefur sparað í fjármunum en það er sé umtalsvert. Þess væri vænst að rörpósturinn við Hringbraut yrði líka til að létta starfið og að niðurstöður úr rannsóknum berist fyrr eins og orðið hefði í Fossvogi.
|
|