"Nýtt verklag við innlagnir á lyflækningasviði hefur gefist vel sem og endurskipulagt vaktafyrirkomulag og skipulag kennsluteyma. Mönnun lækna á krabbameinslækningadeild hefur verið styrkt en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum munum við auglýsa eftir læknum á erlendum vettvangi."
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, fjallar um aðgerðir á lyflækningasviði í föstudagspistli sínum.