Velferðarnefnd Alþingis heimsótti Landspítala mánudaginn 23. september 2013.
Heimsóknin byrjaði með kynningarfundi á Eiríksstöðum þar sem Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, upplýsti gestina um fjölmargt varðandi stöðu spítalans og starfsemi og svaraði fyrirspurnum ásamt fleirum úr framkvæmdastjórn. Gestirnir litu síðan inn á nokkrar deildir á spítalanum.
Þetta var fyrsta formlega heimsókn velferðarnefndar á Landspítala síðan til hennar var stofnað árið 2011. Formaður nefndarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingarþingmaður, óskaði eftir heimsókninni til þess að ræða stöðuna á sjúkahúsinu og mögulega byggingu nýs Landspítala.