Gaf eina milljón til kaupa á línuhraðli
Guðrún Ísleifsdóttir afhenti þann 11. september 2013 eina milljón króna í sjóð til kaupa á línuhraðli til geislalækninga krabbameina. Fest hafa verið kaup á þessu tæki sem vænst er að verði komið í gagnið fyrir jól. Það kemur í stað línuhraðals sem orðinn er bæði gamall og úreltur en hefur gert sitt gagn á mörgum árum. Gjafir til kaupa á línuhraðlinum hafa gert að verkum að hægt var að ráðast í kaupin en þetta er stórt og dýrt tæki.
Guðrún, sem hefur sjálf verið í geislameðferð, ákvað í vor að standa fyrir söfnun til að bæta tækjakost á Landspítala. Hún opnaði í þeim tilgangi bankareikning og notaði Facebook til að hvetja fólk til þess að láta fé af hendi rakna. Söfnunina kallaði hún "Stöndum saman, söfnum fyrir tækjum á Landspítala". Hún ákvað síðan að milljónin sem safnaðist færi til kaupa á línuhraðlinum.
Viltu leggja línuhraðalssöfnunni lið?
Geislinn - Sjóður til kaupa á línuhraðli og tilheyrandi búnaði til geislameðferðar krabbameina á Landspítala.
Sjóðurinn starfar samkvæmt stofnskrá frá 2. apríl 2013.
Söfnunarreikningur: 0513 - 26 - 22245 - 6403944479
|