Björn Zoëga í föstudagspistli forstjóra:
"Þrátt fyrir að ærlega hafi gefið á bátinn hvað fjárhagsstöðu spítalans varðar þá höfum við með öflugu samstarfi náð að halda sjó í gegnum síðustu ár þrátt fyrir miklar aðhaldsaðgerðir, hagræðingu og hreinan niðurskurð. Það er því vissulega áhyggjuefni að nú í fyrsta sinn í fjögur ár stefnir í að okkur takist ekki að halda okkur innan fjárheimilda. Á því eru ýmsar skýringar sem óþarfi er að tíunda sérstaklega en ljóst að skoða verður í ljósi þess ramma sem spítalanum hefur verið settur síðustu ár og sívaxandi kröfu sem gerð er um þjónustu okkar."
Varðandi stöðu lyflækningasviðs: „Mér er ljóst að mikið verk er framundan í þessu efni en augljós vilji starfsfólks til breytinga og umbóta mun létta það verk.“