Ljósmyndasafn Dísar Ragnheiðar Atladóttur, fyrrverandi læknaritara, var afhent Ljósmyndasafni Reykjavíkur til varðveislu 29. ágúst 2013. Margir eldri starfsmenn muna væntanlega eftir henni við myndatöku af ýmsum atburðum innan spítalans. Um er að ræða mikið safn mynda sem Dís Ragnheiður tók á starfsferli sínum, sem hófst á Borgarspítala í byrjun desember 1969 en hún lét af störfum í lok árs 2001.
Dís Ragnheiður byrjaði fyrir alvöru að taka myndir 1973–1974. Hún tók myndir af atburðum tengdum starfi spítalans, starfsmönnum og byggingarsögu þess tíma. Þetta eru merkar heimildir og því mikilvægt að varðveita safnið.
Dís Ragnheiður hélt skrá yfir myndefnið sem hún náði ekki að fullgera áður en hún lést árið 2011. Til þess að bæta úr þessu voru fengnir þrír (h)eldri menn til að reyna að bæta skráninguna eftir bestu getu en myndirnar fylltu alls 24 pappakassa.
Dís Ragnheiður byrjaði fyrir alvöru að taka myndir 1973–1974. Hún tók myndir af atburðum tengdum starfi spítalans, starfsmönnum og byggingarsögu þess tíma. Þetta eru merkar heimildir og því mikilvægt að varðveita safnið.
Dís Ragnheiður hélt skrá yfir myndefnið sem hún náði ekki að fullgera áður en hún lést árið 2011. Til þess að bæta úr þessu voru fengnir þrír (h)eldri menn til að reyna að bæta skráninguna eftir bestu getu en myndirnar fylltu alls 24 pappakassa.