Stækkuð og endurbætt aðstaða göngudeildar „rannsóknakjarna“" við Hringbraut var formlega opnuð 20. ágúst 2013. Meginhlutverk þessarar deildar er að taka á móti sjúklingum sem eru að fara í blóðtökur og blóðrannsóknir. Sú aðstaða sem göngudeildin hefur búið við síðustu árin var orðin ófullnægjandi vegna þrengsla en deildin tekur að jafnaði á móti 250 sjúklingum daglega. Þegar mest er að gera getur fjöldinn nálgast fjögur hundruð. Sjúklingarnir eru allt frá því að vera veikir nýburar, hjartasjúklingar, krabbameinsjúklingar og sjúklingar með smitsjúkdóma. Sigrún Rafnsdóttir, fyrrverandi yfirlífeindafræðingur opnaði deildina að viðstöddum fjölda gesta. |
|
Leit
Loka