Greinin “The risk allele of SNP rs3803662 and the mRNA level of its closest genes TOX3 and LOC643714 predict adverse outcome for breast cancer patients” var birt í “BMC cancer í desember 2012. Hún skýrir frá tengslum milli áhættuarfgerðar einsbasa erfðabreytileika (e. SNP) og mRNA afurðar nærliggjandi erfðavísis við þætti sem segja til um verri horfur sjúklinga sem hafa greinst með brjóstakrabbamein.
Rannsóknin var unnin á frumulíffræðideild rannsóknastofu í meinafræði undir umsjón líffræðinganna Ingu Reynisdóttur og Rósu Bjarkar Barkardóttur. Aðrir á rannsóknastofunni sem komu að rannsókninni voru Aðalgeir Arason, Bjarni A. Agnarsson, Eydís Þórunn Guðmundsdóttir og Haukur Gunnarsson en hann starfar nú hjá Actavis. Einnig komu að rannsókninni Óskar Þór Jóhannsson, krabbameinslæknir á lyflækningasviði LSH, og Laufey Þóra Ámundadóttir, líffræðingur við National Cancer Institute.
Rannsóknarefniviðurinn var úr íslenskum sjúklingum greindum með krabbamein í brjósti. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Landspítala og styrktarfélaginu Göngum saman. Vísindamennirnir kunna bæði sjúklingum og styrktaraðiljum bestu þakkir en án þeirra hefði rannsóknin ekki verið framkvæmanleg.