Margrét Skúladóttir Sigurz hefur fært gjörgæsludeildinni á Landspítala Fossvogi loftdýnu fyrir rúm og loftlyftara á braut að andvirði 2 milljóna króna. Báðar þessar gjafir nýtast gjörgæslusjúklingum vel og hafa mikla þýðingu fyrir endurhæfingu og batahorfur sjúklinga deildarinnar. Starfsfólkið þar er Margréti, aðstandendum hennar og vinum því afar þakklátt fyrir gjöfina.
Margrét kynntist deildinni að eigin raun sem aðstandandi er faðir hennar dvaldi mikið slasaður í langan tíma á deildinni. Hún átti stór afmæli í apríl og óskaði hún eftir því að andvirði gjafa til hennar yrði notað í gjöf til gjörgæsludeildarinnar. Margir lögðu hönd á plóg og lögðu þessu framtaki Margrétar lið.
Á ljósmyndinni er starfsfólk gjörgæsludeildarinnar með gefandanum, Margréti Skúladóttur Sigurz (þriðja frá vinstri). Foreldrar hennar eru þarna einnig, Skúli Eggert Sigurz og Ingunn Þóra Jóhannsdóttir.