Umsóknir þátttakenda í forvali fyrir hönnun nýrra bygginga við Landspítala voru opnaðar hjá Ríkiskaupum 18. júlí 2013.
Forvalið var tvískipt, annars vegar fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss og hins vegar fyrir hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss. Niðurstaða verður kynnt í ágúst
Sex hópar skiluðu inn gögnum fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss: Hnit verkfræðistofa hf., Kos, Arkitektastofan OG ehf. og Vsb verkfræðistofa ehf., Mannvit hf., Corpus 2 og Verkís hf.
Fimm hópar skiluðu gögnum fyrir hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss: Mannvit hf., Corpus 2, Verkís hf., Kos og Salus.
Nánar á www.nyrlandspitali.is