Guðmundur Kristinsson, sem hefur að undanförnu hlotið endurhæfingu á Grensásdeild, hefur fært starfsfólki iðjuþjálfunar, sjúkraþjálfunar og talþjálfunar, alls 35 manns, nýjar vinnubuxur að gjöf. Þessar buxur henta mun betur til þjálfunar en hefðbundnar sjúkrahúsbuxur, eru þjálar og teygjanlegar. Guðmundur hefur einnig fært sjúkraþjálfun vatnsvél og kostað viðgerð á vatnsvél í anddyri hússins.
Allt þetta framlag Guðmundar Kristinssonar kemur endurhæfingarstarfseminni á Grensásdeild afar vel.