Hópur atvinnulausra manna sem kynntist í Karlasmiðjunni færði Barnaspítala Hringsins að gjöf tæpar 270 þúsund krónur sem hann safnaði með því að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að kaupa ýmiss konar þjónustu, t.d. garðslátt og málningarvinnu. Mennirnir þáðu hóflegt gjald fyrir vinnuna sem rann óskipt til Barnaspítalans. Fjárhæðin hefur verið færð í gjafasjóð Barnaspítalans sem er ætlaður til að fjármagna tæki og annan búnað fyrir spítalann í þágu barna og fjölskyldna þeirra.
Á myndinni eru Ásbjörn Arnar Jónsson, Hjörvar Friðgeirsson, Arnar Gísli Jensson, Grímur Hjartarson, Steinar Stefánsson, Bjarki Þór Hilmarsson, Aron Ingason og Adam Lipski með starfskonum á Barnaspítala Hringsins.