Könnunin verður með svipuðu sniði og könnun sem gerð var árið 2009. Um var að ræða spurningakönnun sem send var á flesta sjúklinga spítalans. Spurningalistum var dreift með matarbökkum og/eða í kanínuvögnum og svörin send til eldhúss - matsala.
Brugðist hefur verið við niðurstöðum könnunarinnar frá 2009 á margvíslegan hátt eins og til dæmis eftirspurn sjúklinga um meira val. Meðal annars hefur nýtt framleiðslukerfi verið tekið í gagnið í eldhúsinu. Með tilkomu þess kerfis geta sjúklingar spítalans haft áhrif á hvað þeir fá að borða og valið á milli rétta á matseðlinum. Markmið könnunarinnar nú er að fá upplýsingar um viðhorf sjúklinga til máltíðaþjónustu spítalans eins og hún er í dag og bera þær saman við niðurstöður fyrri könnunar.
Nánari upplýsingar um könnunina fást með því að senda tölvupóst á eldhus@landspitali.is.