Ásdís Ingvarsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Heimahlynningar frá og með 1. apríl 2013.
Ásdís lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1988, viðbótarnámi í krabbameinshjúkrun 1997 og diplómanámi í stjórnun árið 2007 frá hjúkrunarfræðideild HÍ. Hún hefur starfað við hjúkrun á ýmsum deildum frá útskrift, þar af vann hún frá 1998-2004 á krabbameinslækningadeild, á líknardeildinni í Kópavogi frá 2007-2012 og í Heimahlynningu frá 2012.