Eftirprentanirnar voru síðan seldar starfsmönnum deildarinnar og andvirðið, um 400 þúsund krónur, rann til Vonar. Auk þessa gaf Birgir Ómarsson vinnu sína sem grafískur hönnuður og Ómar Svavarsson hjá Skiltagerðinni Focus prentun á myndunum.
Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni stofnuðu Von fyrir 6 árum. Síðan hefur félagið safnað fé á ýmsan hátt og varið því bæði til að styrkja fólk sem hefur verið sjúklingar á deildinni og til að bæta húsnæðið. Til dæmis kom Von upp aðstandendaherberginu á gjörgæsludeildinni.
Nýverið gaf Styrktarfélagið Von gjörgæsludeildinn í Fossvogi sérhannaðan Novo Tilt Swingl hægindastól. Stólinn hefur reynst mjög vel og auðveldað alla hreyfingu á mikið veikum sjúklingum. Tolli fékk að prófa stólinn.