Styrktarsjóður Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala afhenti nýlega tvo doktorsnemastyrki við Háskóla Íslands til þriggja ára til öldrunarrannsókna við Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ). Styrkirnir eru ætlaðir til þess að vinna úr gögnum öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-RS I og II) og gögnum sem tengja mætti þeirri rannsókn.
Berglind María Jóhannsdóttir læknir hlaut styrk fyrir verkefnið „Áhrif æðakölkunar og blóðfitu á framrás nýrnabilunar“. Verkefni þetta er bæði þversniðsrannsókn og fylgirannsókn þar sem er skoðuð skerðing á nýrnastarfsemi eldra fólks. Skoðuð eru tengsl gaukulsíunarhraða, æðakölkunar, blóðfitu, líkamsþyngdarstuðuls, sykursýki og háþrýstings á framgang nýrnabilunar.
Benedikt Helgason, verkfræðingur, ásamt rannsóknarteymi, fékk styrk fyrir doktorsnema fyrir verkefnið „What predisposes to hip fracture?“ eða hvað stuðlar að mjaðmabrotum. Um er að ræða einn þátt af fimm í fjölþjóðlegt samstarfsverkefni Hjartaverndar, Verkfræðideildar Háskóla Íslands og Institute for Biomechanics í Zurich sem skoðar samhengi beinabyggingar og beinþéttni í meingerð lærleggshálsbrots.
Berglind María Jóhannsdóttir læknir hlaut styrk fyrir verkefnið „Áhrif æðakölkunar og blóðfitu á framrás nýrnabilunar“. Verkefni þetta er bæði þversniðsrannsókn og fylgirannsókn þar sem er skoðuð skerðing á nýrnastarfsemi eldra fólks. Skoðuð eru tengsl gaukulsíunarhraða, æðakölkunar, blóðfitu, líkamsþyngdarstuðuls, sykursýki og háþrýstings á framgang nýrnabilunar.
Benedikt Helgason, verkfræðingur, ásamt rannsóknarteymi, fékk styrk fyrir doktorsnema fyrir verkefnið „What predisposes to hip fracture?“ eða hvað stuðlar að mjaðmabrotum. Um er að ræða einn þátt af fimm í fjölþjóðlegt samstarfsverkefni Hjartaverndar, Verkfræðideildar Háskóla Íslands og Institute for Biomechanics í Zurich sem skoðar samhengi beinabyggingar og beinþéttni í meingerð lærleggshálsbrots.
Styrktarsjóður Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, sem hefur það að markmiði að stuðla að þverfaglegum öldrunarrannsóknum við RHLÖ, mun auglýsa tvo doktorsnemastyrki lausa til umsóknar á haustdögum til áframhaldandi vinnslu á gögnum öldrunarrannsóknar Hjartaverndar. Doktorsnemar eða leiðbeinendur við allar deildir Háskóla Íslands geta sótt um styrkina.