Oddur Gunnarsson lögfræðingur sinnir störfum starfsmannastjóra Landspítala í sumar en áformað er að auglýsa starfið.
Eins og tilkynnt var 4. júní sl. hefur Erna Einarsdóttir látið af störfum starfsmannastjóra samkvæmt samkomulagi við Landspítala.
Erna á að baki langan og farsælan feril sem hjúkrunarfræðingur og stjórnandi á spítalanum. Hún var hjúkrunarframkvæmdastjóri og staðgengill hjúkrunarforstjóra á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og hefur frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 verið yfirmaður starfsmannamála, framkvæmdastjóri mannauðssviðs og síðan starfsmannastjóri spítalans. Henni hafa verið falin ýmis trúnaðarstörf fyrir hönd Landspítala og innan heilbrigðisþjónustunnar. Ernu eru þökkuð vel unnin störf í þágu stofnunarinnar og óskað alls hins besta í framtíðinni.