Fjölmenni var á afmælishátíð Grensásdeildar á sundlaugarbakkanum þar 31. maí 2013. Meðal gesta voru margir fulltrúar félagasamtaka og fyrirtækja sem sýndu hug sinn til starfseminnar með því að færa Grensásdeild gjafir. Heildarverðmæti þessara gjafa er um sex milljónir króna.
- Lionshreyfingin á Íslandi færði deildinni sturtubekk fyrir þunga sjúklinga (>180 kg), hjólastól og tvær háar göngugrindur.
- Lionsklúbburinn Njörður gaf tölvustýrða vog fyrir lyftara, tvo hjólastóla og fótaspyrnutæki. Einnig tungustyrksmæli og spjaldtölvu með hugbúnaði til notkunar í talþjálfun.
- Oddfellowstúkan Þórsteinn gaf sturtuhjólastól fyrir þunga sjúklinga (>180 kg) og Oddfellowstúkan Þorfinnur Karlsefni fjóra DVD spilara.
- Eirberg ehf gaf standhjólastól.
- Össur hf gaf stóran flatskjá fyrir Wii tölvu.
- Stoð hf gaf flutningsbretti, stuðningsbelti og verkfæri.
- Hollvinir Grensásdeildar og fyrirtækið Advania studdi gerð nýs vefjar deildarinnar með myndarlegum hætti.
- Ýmsar gjafir og framlög bárust frá einstaklingum.
Skoðið myndir af afmælishátíðinni