Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær gaf Endurhæfingu LR, sem er ein af deildum geðsviðs Landspítala, öfluga vatnsvél nýlega. Tilefnið var 50 ára afmæli klúbbsins. Vatnsvélin mun nýtast vel ört stækkandi hópi þjónustuþega deildarinnar.
Endurhæfing LR þjónustar ungt fólk með geðrofssjúkdóma en þar er mikið lagt upp úr heilsusamlegum lífsstíl. Vatnsvélin er kærkomin viðbót til að auka enn frekar vitund um heilsu og þá þætti sem henni tengjast.
Mynd: Endurhæfing LR fékk vatnsvél frá Rótarýklúbbnum Reykjavík-Austurbær. Nanna Briem geðlæknir Endurhæfingar LR, Páll Matthíasson framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, Halldór Kolbeinsson yfirlæknir, Magnús Ólafsson deildarstjóri Endurhæfingar LR, Ásta Bjarnadóttir forseti klúbbsins og Gísli Hjálmtýsson ritari klúbbsins.