Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins hefur veitt rausnarlegan styrk til þróunar á snjallsímaforriti (appi) í leikjaformi sem er ætlað að hjálpa ungu fólki að bæta heilsu sína með áherslu á mataræði, hreyfingu og geðrækt. Styrkurinn er veittur vegna verkefnis sem unnið hefur verið að undanfarið og heilsuskóli Barnaspítala Hringsins tekur þátt í.
Meðal þeirra þeirra sem koma að verkefninu eru sérfræðingar frá Landspítala, Háskóla Íslands, Embætti landlæknis, Karolinska háskólanum í Svíþjóð ásamt Harvard og M.I.T. háskólunum í Bandaríkjunum. Umsjónarmenn verkefnisins eru Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur við Landspítala og Háskóla Íslands, og Ragnar Bjarnason prófessor og yfirlæknir á Barnaspítalanum.
Bent hefur verið á það í erlendum vísindagreinum að rannsóknir skorti á möguleikum snjallsíma við lýðheilsuinngrip. Snjallsímaforritið mun nýta nýstárlegar aðferðir og standa vonir rannsakenda til þess að tæknin geti haft jákvæð áhrif á forvarna- og heilsueflingarstarf jafnt hér á landi sem erlendis.
Verkefnið hefur áður hlotið styrki úr Lýðheilsusjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og hefur frumgerð forritins þegar verið framleidd. Styrkveiting Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins gerir aðstandendum nú kleift að starfa með öflugum innlendum samstarfsaðilum á sviði hönnunar og þróa hugmyndirnar áfram á endanlegt form. Stjórn hönnunarvinnu verður í höndum vefstofunnar Skapalóns í samstarfi við fyrirtækin Fíton og Miðstræti.
Meðal þeirra þeirra sem koma að verkefninu eru sérfræðingar frá Landspítala, Háskóla Íslands, Embætti landlæknis, Karolinska háskólanum í Svíþjóð ásamt Harvard og M.I.T. háskólunum í Bandaríkjunum. Umsjónarmenn verkefnisins eru Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur við Landspítala og Háskóla Íslands, og Ragnar Bjarnason prófessor og yfirlæknir á Barnaspítalanum.
Bent hefur verið á það í erlendum vísindagreinum að rannsóknir skorti á möguleikum snjallsíma við lýðheilsuinngrip. Snjallsímaforritið mun nýta nýstárlegar aðferðir og standa vonir rannsakenda til þess að tæknin geti haft jákvæð áhrif á forvarna- og heilsueflingarstarf jafnt hér á landi sem erlendis.
Verkefnið hefur áður hlotið styrki úr Lýðheilsusjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og hefur frumgerð forritins þegar verið framleidd. Styrkveiting Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins gerir aðstandendum nú kleift að starfa með öflugum innlendum samstarfsaðilum á sviði hönnunar og þróa hugmyndirnar áfram á endanlegt form. Stjórn hönnunarvinnu verður í höndum vefstofunnar Skapalóns í samstarfi við fyrirtækin Fíton og Miðstræti.