Kvenlækningadeild 21A á Landspítala fékk vorið 2013 viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi hjúkrunar- og sjúkraliðanema.
Hrund Magnúsdóttir deildarstjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd deildarinnar.
Hrund Magnúsdóttir deildarstjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd deildarinnar.
Þetta er í þriðja skiptið sem slík viðurkenning er veitt en áður hafa blóðlækningadeildin 11G og krabbameinslækningadeild 11E fengið slíkar viðurkenningar.
Menntadeild gerir reglulega kannanir á ánægju nemenda með klínískt nám á spítalanum.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á 21A taka á móti mörgum nemendum árlega og fær deildin mjög góða umsögn frá nemendum.