Berglind lauk BA prófi í sálfræði frá HÍ árið 1998. Hún lagði stund á framhaldsnám í klínískri sálarfræði við Ríkisháskóla New York ríkis í Buffaló í Bandaríkjum Norður-Ameríku og lauk þaðan meistaraprófi árið 2004 og doktorsprófi árið 2006 með áherslu á kvíðaraskanir og afleiðingar áfalla. Berglind er löggiltur sálfræðingur á Íslandi frá 2006, klínískur dósent við sálfræðideild HÍ frá 2010 og sérfræðingur í klínískri sálfræði frá 2012.
Berglind Guðmundsdóttir hefur starfað sem sálfræðingur hjá Landspítala frá árinu 2006.
Hún hefur verið settur yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu Landspítala frá 1. ágúst 2012 og enn fremur verið verkefnastjóri áfallateymis bráðasviðs og geðsviðs.
Berglind stundar rannsóknir á eðli og afleiðingum áfalla. Hún er stundakennari við Háskóla Íslands auk þess handleiðir hún nema í starfsnámi og er leiðbeinandi við lokaverkefni þeirra. Berglind hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða á Íslandi tengt afleiðingum og úrvinnslu áfalla.
Ráðin yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu Landspítala
Berglind Guðmundsdóttir hefur verið ráðin yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala frá og með 1. maí 2013.