"Við söfnuðum peningnum fyrir tækinu á einungis einum skóladegi. Nokkrir nemendur fóru í Kringluna með bauk og kynntu verkefnið og söfnuðu í baukinn í leiðinni. Aðrir nemendur fóru á hjólastólum niður í bæ að dreifa bæklingum um MND félagið og vöktu um leið athygli fólks á að hjólastólaaðgengi er ekki nógu gott á mörgum stöðum. Svo hringdum við í fyrirtæki og báðum um styrk og stofnaður var reikningur sem þau gátu þá lagt inn á."
Guðjón Sigurðsson (Gaui), formaður MND félagsins kom ásamt Kvennaskólakrökkunum 12. apríl 2013 og afhenti gjöfina. Meðal viðstaddra var Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Kvennaskólakrakkarnir á myndinni eru frá vinstri Jón Gunnar Kristjónsson, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Sindri Pálsson, Hákon Bjarnason, Elín Þorsteinsdóttir og Hrund Hauksdóttir.
Leiser til sjúkraþjálfunar frá MND félaginu
MND félagið hefur fært sjúkraþjálfun á Landspítala Fossvogi laser að gjöf, með góðum stuðningi nemenda í 1NÞ Kvennaskólanum í Reykjavík. Lasermeðferð hefur skilað góðum árangri í verkjameðferð og nýtist vel fyrir inniliggjandi- og göngudeildarsjúklinga.