Guðmundur útskrifaðist með BS í hjúkrunarfræði 2005. Hann er með meistaramenntun frá árinu 2010 frá Flinders University í Suður-Ástralíu þar sem hann lagði áherslu á hjúkrun sjúklinga í öryggisgæslu. Eftir útskrift frá Háskóla Íslands stundaði hann nám við Endurmenntun HÍ í hugrænni atferlisfræði ásamt því að starfa á ferli- og bráðaþjónustu geðsviðs.
Guðmundur hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á ýmsum deildum geðsviðs Landspítala og frá 1. desember 2011 verið deildarstjóri réttargeðdeildar, bæði á Kleppi og Sogni. Einnig hefur hann starfað við geðsvið Landspítala við kennslu í varnarviðbrögðum gegn ofbeldi frá árinu 2000.