Þjóðkirkjan ætlar að safna fyrir nýjum línuhraðli á Landspítala. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta, djákna, sóknarnefndarfólk og starfsfólk kirkjunnar til að setja söfnunina á dagskrá í hverjum söfnuði kirkjunnar. Biskup greindi frá þessu við slit prestastefnu 18. apríl 2013.
Línuhraðall er geislatæki sem notað er við krabbameinsferð. Þau tæki sem spítalinn hefur yfir að ráða núna eru komin til ára sinna og sérstaklega mikilvægt að endurnýja annað þeirra hið fyrsta.
Söfnunarreikningurinn er 0301-26-050082, kt. 460169-6909. Biskup Íslands hyggst afhenda söfnunarféð í nóvember.