Actavis hefur fært heila- og taugaskurðdeild B6 á Landspítala Fossvogi 700 þúsund krónur sem er verðmæti þriggja tækja sem keypt hafa verið og tekin í notkun. Gjöfin er ætluð til að bæta aðstöðu sjúklinga, starfsfólks og nema við deildina. Tækin sem um ræðir eru 47 tommu hágæða sjónvarpsskjár sem hefur verið komið fyrir í herbergi á skurðstofugangi. Skjárinn er tengdur við mjög öfluga smásjá sem er notuð í skurðaðgerðum og auðveldar þannig nemendum verulega að fylgjast með aðgerðum og um leið kennara að lýsa því sem fyrir augu ber. Einnig göngugrind með gaspumpu til gönguþjálfunar og vog á lyftukerfi til að fylgjast með vökvajafnvægi. |
|
Leit
Loka