Rafmiðlun hf hefur fært göngudeild 10E á Landspítala Hringbraut að gjöf skoðunarlampa á aðgerðastofu. Hann kemur í stað annars sem var orðinn bæði gamall og lúinn. Fé til endurnýjunar var hins vegar af skornum skammti og þar hljóp Rafmiðlun undir bagga í samstarfi við Trilux-Medical, þýskan framleiðanda skoðunarlampans. Rafmiðlun hefur umboð fyrir Trilux.
Skoðunarlampinn Aurinio ® L 50 sem komin er á aðgerðastofuna er sérlega meðfærilegur, mjög hagkvæmur í rekstri og umgengni og búinn hágæða LED ljósgjöfum sem endast vel. Fulltrúar Rafmiðlunar sögðust við afhendingu gjafarinnar 19. mars 2013 vænta þess að hún bætti umhverfi starfsmanna Landspítala sem þyrftu á henni að halda á komandi árum
Rafmiðlun hf er rafverktaka- og innflutningsfyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir á sviði rafverktöku, þ.e. ráðgjöf, hönnun, teikningar, efnisöflun og framkvæmd.