Geðsvið Landspítala verður með vikulega föstudagsfyrirlestra um geðsjúkdóma frá 5. apríl til 10. maí 2013. Á námskeiðinu fræða meðferðaraðilar og sérfræðingar í geðsjúkdómum gesti um starfsemi Endurhæfingar geðsviðs LSH og leiðir til að takast á við alvarlega geðsjúkdóma.
Fyrstu fyrirlestrarnir eru föstudaginn 5. apríl í samkomusalnum á Kleppi og hefjast kl. 13:00.
Fræðslan er opin öllum, aðstandendum, sjúklingum og heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa áhuga eða reynslu af alvarlegum geðsjúkdómum.
Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 27. mars í síma 543 4200 virka daga frá kl. 8:00-16:00 eða með tölvupósti á netfangið helgao@landspitali.is
Námskeiðið er ókeypis.