Þátttakendur frá Landspítala hafa aldrei verið fleiri en 425 starfsmenn tóku þátt í 53 liðum. Alls voru 5.657 dagar skráðir á liðsmenn Landspítala eða að meðaltali 13 dagar á hvern einstakling og 420.324 mínútur eða að meðaltali 989 mínútur á hvern einstakling.
-Gjörgæslugarpar, 10 manna lið gjörgæslunnar á Landspítala Hringbraut, hreyfðu sig flesta daga, 210 samtals eða 21 dag á hvern einstakling.
-Sugurnar, 9 manna lið rannsóknarkjarna E1 Fossvogi, hreyfðu sig flestar mínútur af liðum Landspítala eða 24,405 sem eru 2.711,67 mínútur á hvern liðsmann.
Mest mátti skrá 10 þátttakendur í lið og voru 23 lið Landspítala með 10 þátttakendur, 8 með 9 þátttakendur og 6 með 8.
Mannauðsdeild veitti þrenn þátttökuverðlaun og var dregið um hvaða lið fengju þau:
- Barónar, 10 manna lið sýklafræðideildar á rannsóknarsviði
- Býflugurnar, 9 manna lið dag- og göngudeildar augnlækninga á skurðlækningasviði
- Grensás sjúkraþjálfun 2, 10 manna lið sjúkraþjálfunar á Grensás á lyflækningasviði
Meðal þátttakenda Landspítala var gangan vinsælasta hreyfingin (44%), 11,8% stunduðu líkamsrækt og tæplega 10% skíði.
Mannauðsdeild færði liðunum tveimur sem urðu hlutskörpust í Lífshlaupinu og þeim þremur sem fengu þátttökuverðlaunin viðurkenningarskjal og glæsilegar ávaxtakörfur.
Smella á myndir til að stækka.