Upplýsingavefur Landspítala verður uppfærður á árinu 2013 hvað varðar innihald, efnistök, skipulag efnis og útlit. „Gerum vefinn betri“ er leiðarljós verksins sem er unnið af starfsmönnum Landspítala með stuðningi vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá ehf. og hugbúnaðarfyrirtækisins Advania ehf. Þessi fyrirtæki hafa komið að uppbyggingu vefs Landspítala og þekkja því vel til hans. Uppfærslan nær bæði til heimavefs og útvefs. Í henni verður nýtt áralöng reynsla sem komin er af vefnum, vefmælingar sem sýna notkunina á honum og ábendingar notenda innan spítalans sem utan.
- Fyrsta skrefið í uppfærslunni er ábendingasöfnun sem felst meðal annars í vefkönnun, annars vegar um innri vefinn (innri.lsh.is) og hins vegar um útvefinn (www.landspitali.is). Þess er vænst að sem allra flestir taki þátt í henni. Könnunininni lýkur 26. febrúar 2013. Þetta eru örfáar spurningar sem fljótlegt er að svara og ekki farið fram á neinar persónutengdar upplýsingar. Ítarlegri ábendingum verður auk þess hægt að koma á framfæri eftir öðrum leiðum síðar.
- Í kjölfar könnunarinnar stýra ráðgjafar Sjá ehf. nokkrum rýnifundum vinnuhóps sem skipaður verður fulltrúum sviða á spítalanum, samkvæmt tilnefningu framkvæmdastjóra þeirra.
- Þriðji hluti vinnu við uppfærsluna á vefnum verður úrvinnsla gagna, tillögur að breyttu skipulagi og viðmóti og síðan vinna að breytingum sem ákveðnar verða.
Ég vil taka þátt í því að gera vefinn betri og svara nokkrum spurningum