Myndin var framlag Kjartans til blóðlækningadeildar LSH og Krabbameinsfélagsins og þakklætisvottur en hann gekkst undir stofnfrumumeðferð vegna mergfrumuæxlis árið 2010. Íslandsbanki styrkti einnig gerð myndarinnar.
Í myndinni er fylgst með krabbameinsmeðferð raunverulegs sjúklings með aðstoð eigin stofnfruma. Inn á milli er fléttað viðtölum við helstu fræðimenn, lækna og ýmsa sérfræðinga um stofnfrumur, rannsóknir og nýjungar er tengjast stofnfrumum. Meðal annars er fyrsta barkaþegaaðgerðin útskýrð.
Myndin mun nýtast deildinni sem fræðsluefni fyrir sjúklinga og voru aðstandendum myndarinnar færðar bestu þakkir fyrir framtakið.
Stofnfruman og leyndardómar hennar