Forvarnir er yfirskrift ráðstefnu á "Bráðadeginum 2013" sem bráðasvið Landspítala stendur fyrir 1. mars að Hótel Natúra frá kl 8:30 til kl 15:00. Ráðstefnan er öllum opin.
Dagskráin verður þéttskipuð fróðlegum erindum.
Erlendur fyrirlesari verður dr. Ullakarin Nyberg geð- og krabbameinslæknir í Stokkhólmi sem rannsakað hefur sjálfsvíg og áhrif þeirra á aðstandendur. Mun hún fjalla um sjálfsvíg og forvarnir í erindi sínu.
Aðgangur starfsfólks bráðasviðs er ókeypis en fyrir aðra gesti er aðgangseyrir 5.000 kr.(með veitingum).
Þátttaka tilkynnist í tölvupósti: bradadagurinn@gmail.com eða í síma 543 8218