"Lét 10 ára gamlan draum rætast" var yfirskrift fyrirlesturs Vilborgar Örnu Gissurardóttur suðurpólsfara sem hún hélt fyrir starfsmenn á Landspítala í Hringsal 8. febrúar 2013. Í fyrirlestrinum, sem var á vegum mannauðsdeildar Landspítala, rakti Vilborg forsöguna að suðurpólsferðinni, undirbúninginn, lýsti áskorununum og erfiðleikum sem urðu á leið hennar og hvernig hún tókst á við krefjandi verkefni með gildi sín að leiðarljósi; jákvæðni, áræðni og hugrekki.
Suðurpólsfaranum var með þéttu lófaklappi þakkaður greinargóður og fjörlegur fyrirlestur og sérlega skýr svör við fjölda spurninga sem brunnu á gestum í sal.
Vilborg Arna safnaði með suðurpólsferðinni fé fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeilda á Landspítala. Það er enn hægt að leggja til þeirrar söfnunar.