Landspítali tekur þátt í "Framadögum" sem sem haldnir eru í Háskólanum í Reykjavík en þar gefst nemendum er stunda háskólanám kostur á að kynna sér stofnanir og fyrirtæki, starfsemi þeirra og hlutverk. Það er AIESEC, alþjóðleg samtök háskólanema, sem sjá um framkvæmd Framadaga. Þeir eru haldnir að erlendri fyrirmynd og hugsaðir sem vettvangur til að mynda persónuleg tengsl milli atvinnulífs og háskóla í landinu þar sem hver stofnun og hvert fyrirtæki fær sinn bás og getur kynnt starfsemi sína og hlutverk sitt fyrir háskólanemum.
Framadagar hafa verið haldnir hér á landi frá árinu 1995 og fest sig í sessi sem árlegur viðburður. Kynningin í Háskólanum í Reykjavík er miðvikudaginn 6. febrúar 2013 til kl. 16:00.