Frá viðbragðsstjórn Landspítala:
Viðbragðsstjórn kom saman kl. 12:00 í dag, 31. janúar 2013.
Staðan á spítalanum er heldur betri en verið hefur og kemur þar helst þrennt til. Sjúkrarúmum hefur verið fjölgað, valstarfsemi hefur verið haldið í algeru lágmarki og aðsókn hefur verið heldur minni. Þrátt fyrir þetta er enn þröng á spítalanum og í dag eru 36 sjúklingar í einangrun. Viðbragðsáætlun verður því áfram í gildi.
Til að bregðast við þessu verður valstarfsemi áfram í lágmarki nema að ástand sjúklinga krefjist tafarlausrar meðferðar. Áfram verður bætt í mönnun á bráðalegudeildum svo hægt verði að halda fleiri rúmum opnum.
Viðbragðsstjórn mun koma saman kl. 12:00 á morgun til þess að endurmeta stöðuna.
Eldri tilkynningar
30. janúar 2013
28. janúar 2013 2
28. janúar 2013 1
27. janúar 2013
26. janúar 2013
25. janúar 2013
22. janúar 2013
21. janúar 2013
20. janúar 2013
18. janúar 2013