Frá viðbragðsstjórn Landspítala:
Viðbragðsstjórn kom saman kl. 12:00 í dag, 30. janúar 2013. Staðan hvað varðar pláss á Landspítala er heldur betri en í gær og ljóst að þær aðgerðir sem gripið var til þá hafa skilað tilætluðum árangri. Að auki minnkaði aðsókn að spítalanum síðastliðinn sólarhring. Þrátt fyrir þetta er enn þröngt á spítalanum og sérstaklega er áberandi skortur á einbýlum en í dag eru 38 sjúklingar í einangrun ýmist vegna sýkinga eða í varnareinangrun.
Áfram verður ekki valstarfsemi nema ástand sjúklinga krefjist tafarlausrar meðferðar og bætt í mönnun á bráðalegudeildum svo hægt verði að halda fleiri rúmum opnum og útskrifa sjúklinga um leið og ástand þeirra leyfir.
Viðbragðsstjórn mun koma saman kl. 12:00 á morgun til þess að endurmeta stöðuna.
Í gær var óskað eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á aukavaktir vegna ástandsins og þökkum við þau góðu viðbrögð sem við fengum við þeirri bón. Bestu þakkir til allra starfsmanna fyrir viðbótarframlag og fyrirhöfn í þessum þrengingum og til almennings fyrir að sýna skilning á aðstæðum.
Fyrir hönd viðbragðsstjórnar
Ólafur Baldursson Sigríður Gunnarsdóttir
framkvæmdastjóri lækninga framkvæmdastjóri hjúkrunar
Eldri tilkynningar
28. janúar 2013 2
28. janúar 2013 1
27. janúar 2013
26. janúar 2013
25. janúar 2013
22. janúar 2013
21. janúar 2013
20. janúar 2013
18. janúar 2013