Frá viðbragðsstjórn Landspítala:
Viðbragðsstjórn hittist kl. 12:00 í dag, 28. janúar 2013, til að fara yfir stöðuna á spítalanum.
Mjög mikið álag er á allri starfsemi eins og þið hafið fundið fyrir (37 í einangrun). Undanfarna daga hafa öll sjúkrarúm verið opnuð sem mögulega hefur verið hægt að koma fyrir og manna. Búið er að draga úr allri valstarfsemi og aðeins því allra brýnasta sinnt að sinni.
Starfsfólkið hefur staðið sig gríðarlega vel í að bregðast við þessum erfiðu aðstæðum.
Leitað hefur verið eftir aðstoð nágrannasjúkrahúsanna og óskað eftir því að þau taki að sér að sér meðferð tiltekins fjölda sjúklinga sem hér eru. Leitað verður eftir samvinnu sjúklinga og aðstandenda við að nýta þessi pláss.
Staðan í dag er enn óljós þar sem ekki liggur fyrir hversu margir sjúklingar útskrifast í dag. Því mun viðbragðsstjórn koma aftur saman nú síðdegis og endurmeta stöðuna.
Bestu þakkir til ykkar allra fyrir samvinnuna.
Fyrir hönd viðbragðsstjórnar
Ólafur Baldursson Sigríður Gunnarsdóttir
framkvæmdastjóri lækninga framkvæmdastjóri hjúkrunar