Frá viðbragðsstjórn Landspítala:
Viðbragðsstjórn Landspítala ákvað nú seinni partinn. 28. janúar 2013, að virkja viðbragðsáætlun spítalans á ný vegna skorts á sjúkrarýmum.Spítalinn hefur því verið settur á óvissustig (grænt).
Mikið álag er á allri starfseminni, 37 sjúklingar eru í einangrun. Nú liggja á spítalanum um 40 fleiri sjúklingar en venjuleg mönnun gerir ráð fyrir.
Undanfarna daga hafa öll sjúkrarými verði opnuð sem mögulega hefur verið unnt að koma fyrir og manna. Valstarfsemi hefur áfram verið haldið í algeru lágmarki.
Mönnun deilda verður styrkt enn frekar og valdir sjúklingar fluttir á aðrar sjúkrastofnanir.
Alls bíða á Landspítala eftir vistun á hjúkrunarheimilum 47 sjúklingar sem þegar eru komnir með vistunarmat. Að auki bíða 55 sjúklingar á spítalanum eftir 7 daga öldrunarendurhæfingu og hefur sá fjöldi aldrei verið meiri.
Viðbragðsstjórn metur stöðuna daglega.
Landspítali þakkar sjúklingum og aðstandendum fyrir gott samstarf og skilning við þessar erfiðu aðstæður.
Fyrir hönd viðbragðsstjórnar
Ólafur Baldursson Sigríður Gunnarsdóttir
framkvæmdastjóri lækninga framkvæmdastjóri hjúkrunar
Eldri tilkynningar
28. janúar 2013
27. janúar 2013
26. janúar 2013
25. janúar 2013
22. janúar 2013
21. janúar 2013
20. janúar 2013
18. janúar 2013
Viðbragðsstjórn Landspítala ákvað nú seinni partinn. 28. janúar 2013, að virkja viðbragðsáætlun spítalans á ný vegna skorts á sjúkrarýmum.Spítalinn hefur því verið settur á óvissustig (grænt).
Mikið álag er á allri starfseminni, 37 sjúklingar eru í einangrun. Nú liggja á spítalanum um 40 fleiri sjúklingar en venjuleg mönnun gerir ráð fyrir.
Undanfarna daga hafa öll sjúkrarými verði opnuð sem mögulega hefur verið unnt að koma fyrir og manna. Valstarfsemi hefur áfram verið haldið í algeru lágmarki.
Mönnun deilda verður styrkt enn frekar og valdir sjúklingar fluttir á aðrar sjúkrastofnanir.
Alls bíða á Landspítala eftir vistun á hjúkrunarheimilum 47 sjúklingar sem þegar eru komnir með vistunarmat. Að auki bíða 55 sjúklingar á spítalanum eftir 7 daga öldrunarendurhæfingu og hefur sá fjöldi aldrei verið meiri.
Viðbragðsstjórn metur stöðuna daglega.
Landspítali þakkar sjúklingum og aðstandendum fyrir gott samstarf og skilning við þessar erfiðu aðstæður.
Fyrir hönd viðbragðsstjórnar
Ólafur Baldursson Sigríður Gunnarsdóttir
framkvæmdastjóri lækninga framkvæmdastjóri hjúkrunar
Eldri tilkynningar
28. janúar 2013
27. janúar 2013
26. janúar 2013
25. janúar 2013
22. janúar 2013
21. janúar 2013
20. janúar 2013
18. janúar 2013