Viðbragðsstjórn kom saman í dag, 27. janúar 2013, kl. 13:30 vegna þrengsla á spítalanum. Enn eru margir sjúklingar í einangrun (38 í dag, voru 36 í gær).
Í dag verður unnið að því að styrkja mönnun deilda enn frekar til að mæta álaginu. Ítarlega verður farið yfir möguleika til útskrifta á öllum deildum, í samráði við vakthafandi. Staðan verður metin aftur í kvöld og viðbragðsstjórn Landspítala kemur saman í hádeginu á morgun.
Starfsfólk spítalans, bæði vakthafandi og þeir sem kallaðir hafa verið á aukavaktir, hafa staðið sig frábærlega og eiga þakkir skyldar fyrir að tryggja starfsemi spítalans við þessar erfiðu aðstæður.
Fyrri tilmæli um takmarkanir á heimsóknum eru ítrekuð.
Fyrir hönd viðbragðsstjórnar LSH,
Sigríður Gunnarsdóttir Ólafur Baldursson
framkvæmdastjóri hjúkrunar framkvæmdastjóri lækninga