Fjöldi Hringskvenna kom í heimsókn á Barnaspítala Hringsins 25. janúar 2013 í tilefni af því að 10 ára eru liðin 26. janúar síðan barnaspítalinn núverandi var formlega tekinn í notkun. Þann dag er auk þess afmæli Kvenfélagsins Hringsins. Athöfn var af þessu tilefni í Hringsal þar sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði gesti og þakkaði, ásamt starfsfólki barnaspítalans, Hringskonum fyrir þeirra ómetanlega starf í 109 ár. Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir, rifjaði upp sögu Barnaspítala Hringsins á Landspítala í áratugi og gerð var grein fyrir gjöfum Hringsins til barnaspítalans og fleiri deilda Landspítala á árinu 2012.
Kvenfélagið Hringurinn hefur verið og er helsti bakhjarl barnaspítalans. Á árinu 2012 lét Hringurinn sem nemur 118 milljónum króna af hendi rakna til Barnaspítala Hringsins og til að kaupa tæki og búnað á aðrar deildir Landspítala til að sinna börnum og bæta aðbúnað barna.
•Barnaspítali Hringsins, göngudeild - Vogir
•Barnaspítali Hringsins, vökudeild - Basix hjúkrunarvagnar, 2 vökvadælur, 40 sprautudælur og 5 standar. Endurnýjun 2/3 hluta mónitorakerfis vökudeildar (13 mónitorar) ásamt 10 mónitorum, fjölþættum og flóknum nemum, fylgibúnaði og tengingu við móðurstöð fyrir vinstri væng vökudeildar.
•Barnaspítali Hringsins, bráðamóttaka - Skoðunarbekkir, blöðruómskoðunartæki., 10 vökvadælur og 3 sprautudælur. Endurbætur, tilfærsla og breytingar á húsnæði bráðaherbergis í aðstandenda- og kyrrðarherbergi.
•Barnaspítali Hringsins, legu-dagdeild:30 vökvadælur, 8 sprautudælur og 5 standar.
•Barnaskurðlækningar - Kviðsjárstæða.
•Barna- og unglingageðdeild, BUGL - Endurgerð útileiksvæðis.
•Skurðstofa LSH, Fossvogi - Skurðarborð.
•Háls-, nef- og eyrnadeild barna LSH - Barka- og raddbandaspeglunartæki, skoðunarborð með fylgihlutum, fiberlaryngoscope til skoðunar á börnum, höfuðljós og smásjár.
•Bráðamóttaka Fossvogi - Styrkur vegna endurnýjunar á hjólastól og yfirdekkningar á sófum og stólum
•Meðgöngu og sængurkv.deild LSH - Ljósameðferðarteppi vegna nýburagulu.
Kvenfélagið Hringurinn hefur verið og er helsti bakhjarl barnaspítalans. Á árinu 2012 lét Hringurinn sem nemur 118 milljónum króna af hendi rakna til Barnaspítala Hringsins og til að kaupa tæki og búnað á aðrar deildir Landspítala til að sinna börnum og bæta aðbúnað barna.
•Barnaspítali Hringsins, göngudeild - Vogir
•Barnaspítali Hringsins, vökudeild - Basix hjúkrunarvagnar, 2 vökvadælur, 40 sprautudælur og 5 standar. Endurnýjun 2/3 hluta mónitorakerfis vökudeildar (13 mónitorar) ásamt 10 mónitorum, fjölþættum og flóknum nemum, fylgibúnaði og tengingu við móðurstöð fyrir vinstri væng vökudeildar.
•Barnaspítali Hringsins, bráðamóttaka - Skoðunarbekkir, blöðruómskoðunartæki., 10 vökvadælur og 3 sprautudælur. Endurbætur, tilfærsla og breytingar á húsnæði bráðaherbergis í aðstandenda- og kyrrðarherbergi.
•Barnaspítali Hringsins, legu-dagdeild:30 vökvadælur, 8 sprautudælur og 5 standar.
•Barnaskurðlækningar - Kviðsjárstæða.
•Barna- og unglingageðdeild, BUGL - Endurgerð útileiksvæðis.
•Skurðstofa LSH, Fossvogi - Skurðarborð.
•Háls-, nef- og eyrnadeild barna LSH - Barka- og raddbandaspeglunartæki, skoðunarborð með fylgihlutum, fiberlaryngoscope til skoðunar á börnum, höfuðljós og smásjár.
•Bráðamóttaka Fossvogi - Styrkur vegna endurnýjunar á hjólastól og yfirdekkningar á sófum og stólum
•Meðgöngu og sængurkv.deild LSH - Ljósameðferðarteppi vegna nýburagulu.