Viðbragðsstjórn Landspítala kom saman nú í hádeginu 25. janúar 2013 til að meta stöðuna á spítalanum.
Ástandið er erfitt en viðráðanlegt og viðbragðsáætlun verður ekki virkjuð að sinni.
Aftur hefur fjölgað einangrunum vegna flensu og annarra sýkinga og eru þær nú 39. Yfirlagnir eru einnig margar eða 34.
Legurúmum var fjölgað fyrir síðustu helgi til að bregðast við ástandinu og verða þau opin áfram á meðan nauðsynlegt er.
Viðbragsstjórn verður kölluð saman um helgina ef ástæða þykir til.
Nauðsynlegt verður að útskrifa sjúklinga um leið og ástand þeirra leyfir.
Eins og áður er þeim tilmælum er beint til almennings að takmarka heimsóknir á spítalann.
Starfsfólk hefur staðið sig frábærlega við þessar erfiðu aðstæður og brugðist vel við að bæta við sig vinnu. Þökkum við sérstaklega fyrir það.
Fyrir hönd viðbragsstjórnar
Sigríður Gunnarsdóttir Ólafur Baldursson
framkvæmdastjóri hjúkrunar framkvæmdastjóri lækninga