Barnaspítali Hringsins er 10 ára um þessar mundir. Hann var formlega opnaður 26. janúar 2003 að viðstöddu fjölmenni á veglegri opnunarhátíð. Nýja húsið var síðan opið almenningi til kvölds.
Undirbúningur að nýbyggingunni hófst árið 1994. Mestan heiður af byggingu nýs barnaspítala áttu Hringskonur sem höfðu lengi barist fyrir því að hann yrði reistur, auk þess að leggja honum til mikið fé. Þær hafa síðan haldið áfram að vera traustur bakhjarl Barnaspítala Hringsins.
Í tilefni af afmælinu kemur Hringurinn í heimsókn á Barnaspítala Hringsins föstudaginn 25. janúar og er efnt til dagskrár í Hringsal Hringskonum til heiðurs milli kl. 15:00 og 17:00.
Sjá hér um opnun Barnaspítala Hringsins (bls. 6 til 9)