Viðbragðsstjórn Landspítala ákvað nú í hádeginu þriðjudaginn 22. janúar 2013 að fella úr gildi viðbragðsáætlun sem virkjuð var síðastliðinn föstudag og aflétta óvissustigi vegna farsótta.
Nokkuð hefur dregið úr einangrunum vegna innflúensu þó svo að heildarfjöldi sjúklinga í einangrun sé svipaður því sem verið hefur undanfarna daga. Áfram er mælst til þess að forgangsröðun sé viðhöfð við innköllun í valstarfsemi.
Vel hefur gengið að opna fleiri legurými á spítalanum og hefur starfsfólk staðið sig frábærlega vel. Unnið er að því að hafa fleiri rúm opnin um næstu helgi.
Þeim tilmælum er áfram beint til almennings að takmarka heimsóknir á spítalann meðan flensan er enn á uppleið.
Viðbragðsstjórn kemur saman í hádeginu næstkomandi föstudag til að meta stöðuna og fyrr ef þörf krefur.
Viðbragðsstjórn þakkar starfsfólki fyrir frábæra frammistöðu við þessar erfiðu aðstæður.
Fyrir hönd viðbragðsstjórnar,
Sigríður Gunnarsdóttir Ólafur Baldursson
framkvæmdastjóri hjúkrunar framkvæmdastjóri lækninga