Upphaflegur samningur var undirritaður í Færeyjum árið 2010 og hófst þá formlegt samstarf. Síðan hafa 87 færeyskir sjúklingar fengið meðferð á Landspítala samkvæmt samningnum og er eftirspurnin vaxandi.
Tekjur Landspítala vegna samningsins eru um 125 milljónir króna á síðastliðnum þremur árum. Á tímabilinu hefur sérstaklega verið unnið í því að efla tengsl milli heilbrigðisstarfsfólks og straumlínulaga ferla og verklag er tengist komu sjúklinga og almennum samskiptum milli stofnana og sjúkrahúsanna sem um ræðir. Samvinnan hefur gengið einkar vel og mun hinn nýi samningur gefa enn frekari möguleika á þróun þessa samstarfs.