Ákveðið hefur verið að setja Landspítala á óvissustig (grænt í viðbragðsáætlun LSH) þar sem álag á spítalanum hefur aukist mikið í dag, föstudaginn 18. janúar 2013.
Vegna inflúensu, Nóró og RS vírus faraldra er spítalinn yfirfullur og eru 39 sjúklingar í einangrun. Að auki bíða á bráðamóttöku 15 sjúklingar sem þurfa á innlögn að halda og af þeim eru 5 sem þurfa einangrun.
Ákveðið hefur verið að opna fleiri sólarhringsrúm í dag og næstu daga. Verður það á deildum B7, A2, A4 og 21A. Einnig mun geðsvið reyna að taka við ákveðnum sjúklingum tímabundið og barnadeild verður með nokkur pláss fyrir ungmenni undir 20 ára aldri.
Fylgst er með stöðu mála mörgum sinnum á dag og staðan endurmetin á hádegi daglega næstu vikuna.