"Haeho, nuna er eg loksins kominn a Sudurpolinn. Tilfinningin er otruleg tar sem langþradum afanga er nad. Eg a to enn eftir atta mig a tessu ollu saman. Eg vil takka kaerlega fyrir allan studninginn, hlyju kvedjurnar, tattttoku ykkar i Lifsspor á Facebook og sidast en ekki sist, tatttoku ykkar i aheitasofnuninni."
Med polarkvedju, Vilborg
Vilborg Arna Gissurardóttir náði takmarki sínu í gærkvöldi og komst á suðurpólinn eftir 1.140 kílómetra göngu í 60 daga við erfiðar aðstæður. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem gengur á suðurpólinn ein síns liðs. Áheitasöfnun meðan á göngunni stóð var til stuðnings kvennadeildum Landspítala.
Það er enn hægt að sýna Vilborgu stuðning með því að leggja inn á áheitareikninginn.
Sjá nánar á www.lifsspor.is.