Heimsóknir á Landspítala aðeins ef það er bráðnauðsynlegt
Frá farsóttanefnd Landspítala:
Alvarlegt ástand er nú á Landspítala vegna inflúensu, Nóró og RS vírusa. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga þarfnast af þeim sökum einangrunar. Stöðugur straumur sjúklinga er einnig á bráðamóttöku sem þurfa innlögn með eða án einangrunar.
Það eru eindregin tilmæli til fólks að takmarka heimsóknir á spítalann eins og framast er unnt meðan á þessu stendur. Á sjúkrahúsum liggja sjúklingar sem geta verið mjög viðkvæmir fyrir þessum sýkingum og verða því oft alvarlega veikir ef þeir smitast. Hafi fólk verið með niðurgang, uppköst eða einkenni eins og beinverki, höfuðverk eða hita undanfarna tvo sólarhringa er eindregið ráðlagt að fresta heimsókn á spítalann.
Aðstandendum er velkomið að hringja og fá upplýsingar um sjúkling eða tala við hann í síma.