Farsóttanefnd Landspítala vekur athygli á því í tilkynningu til starfsmanna spítalans að ennþá geti fólk látið bólusetja sig gegn inflúensu, bæði starfsmenn og sjúklingar. Sjúklingum eigi að benda á að fara á heilsugæslustöðvarnar til bólusetningar. Það sé ekki endilega of seint þótt inflúensan sé komin.
Í tilkynningunni eru starfsmenn Landspítala hvattir til árvekni með því að hafa inflúensu í huga hjá öllum sjúklingum með hita, beinverki og öndunarfæraeinkenni. Mikilvægt sé að einangra strax sjúklinga sem eru grunaðir um flensu og hefja lyfjameðferð fljótt.
Skylt efni:
Tilmæli til gesta Landspítala vegna heimsókna hafi þeir verið veikir