Það hófst í janúar 2011 og lauk nú um áramótin.
Tilgangur verkefnisins var að fræða og þjálfa lækna og hjúkrunarfræðinga þannig að umræða um kynlíf verði sjálfsagður þáttur í meðferð sjúklinga með krabbamein og að bjóða sérhæfða ráðgjafarþjónustu. Lyfjafyrirtækin Novartis og Sanofi styrktu verkefnið og klínískur kynfræðingur var í 20% starfi.
Í verkefnishópnum voru Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir, Þórunn Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigríður Zoëga hjúkrunarfræðingur, Guðmundur Vikar Einarsson þvagfæraskurðlæknir, Guðlaug Sverrisdóttir kvensjúkdómalæknir, Þóra Þórsdóttir hjúkrunarfræðingur, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og klínískur kynfræðingur og Nanna Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur sem jafnframt var verkefnsstjóri.
Ýmsar upplýsingar um verkefnið má finna hér